MAXÍ POPP
Allir þekkja Maxí popp sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri poppmenningu allt frá árinu 1970. Margir minnast þess að hafa maulað Maxí popp í bíóhúsum hér á árum áður og hefur poppið því verið sannkallaður gleðigjafi í poka svo áratugum skiptir. Í gegnum árin höfum við þróað hina fullkomnu uppskrift með úrvals poppbaunum, kókosolíu og fínmöluðu salti sem gerir Maxí poppið ómótstæðilegt. Poppbaunirnar eru heilkorna og ekki erfðabreyttar. Þær eru því sérlega auðugar af trefjum. Þess vegna er Maxí popp skemmtileg viðbót við aðra holla og næringarríka fæðu.
Poppkorn sló í gegn í Bandaríkjunum á 19. öld   – einfaldlega af því að það var svo skemmtilegt að sjá það verða til. Það þurfti heldur engar flóknar græjur þannig að auðvelt var að selja brakandi ferskt  poppkorn á mannamótum, til dæmis þegar sirkusinn kom í bæinn. Það kann að hljóma furðulega núna, en í árdaga  kvikmyndahúsanna börðust eigendur þeirra gegn poppkornsáti. Um og eftir kreppuna miklu urðu kvikmyndir hins vegar eina skemmtunin sem alþýðufólk hafði efni á að sækja og framtakssamir popparar seldu ilmandi poppkorn fyrir utan bíóhúsin – eina snarlið sem flestir gátu leyft sér. Eigendur húsanna sáu sér þá leik á borði og tóku söluna yfir sjálfir. Sykurskortur í seinni heimsstyrjöldinni innsiglaði svo endanlega hjónaband poppkornsins og kvikmyndanna.
SAGA POPPKORNS OG KVIKMYNDA
Poppbaunin inniheldur agnarlítinn dropa af vatni. Þegar hann hitnar þenst hann út þannig að hið þétta ytra byrði baunarinnar springur. Við þetta myndast skemmtilegt hljóð, dálítil sprenging, með sama hætti  og þegar tappa er skotið úr kampavínsflösku. Kúnstin er að láta baunina poppast við nákvæmlega rétt hitastig. Hjá Maxí notum við hágæða kókosolíu sem umlykur baunirnar og dreifir hitanum fullkomlega þannig að allar baunirnar springa út án þess að nokkur þeirra brenni. Svo gefur þessi holla olía Maxí poppinu frábært bragð að auki!
HVERS VEGNA POPPAST POPP?
Hvers vegna  poppast popp?
Taktu skemmtilega mynd  og merktu hana  #MaxIpopp
Poppbaunin inniheldur agnarlítinn dropa af vatni. Þegar hann hitnar þenst hann út þannig að hið þétta ytra byrði baunarinnar springur. Við þetta myndast skemmtilegt hljóð, dálítil sprenging, með sama hætti og þegar tappa er skotið úr kampavínsflösku. Kúnstin er að láta baunina poppast við nákvæmlega rétt hitastig. Hjá Maxí notum við hágæða kókosolíu sem umlykur baunirnar og dreifir hitanum fullkomlega þannig að allar baunirnar springa út án þess að nokkur þeirra brenni. Svo gefur þessi holla olía Maxí poppinu frábært bragð að auki!
MAXÍ POPP
 Drögum út heppinn sigurvegara mánaðarlega
SAGA POPPKORNS OG KVIKMYNDA
Má bjóða þér mánaðarbirgðir af Maxí poppi?
Allir þekkja Maxí popp sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri poppmenningu allt frá árinu 1970. Margir minnast þess að hafa maulað Maxí popp í bíóhúsum hér á árum áður og hefur poppið því verið sannkallaður gleðigjafi í poka svo áratugum skiptir. Í gegnum árin höfum við þróað hina fullkomnu uppskrift með úrvals poppbaunum, kókosolíu og fínmöluðu salti sem gerir Maxí poppið ómótstæðilegt. Poppbaunirnar eru heilkorna og ekki erfðabreyttar. Þær eru því sérlega auðugar af trefjum. Þess vegna er Maxí popp skemmtileg viðbót við aðra holla og  næringarríka fæðu.
Poppkorn sló í gegn í Bandaríkjunum á 19. öld – einfaldlega af því að það var svo skemmtilegt að sjá það verða til. Það þurfti heldur engar flóknar græjur þannig að auðvelt var að selja brakandi ferskt poppkorn á mannamótum, til dæmis þegar sirkusinn kom í bæinn. Það kann að hljóma furðulega núna, en í árdaga kvikmyndahúsanna börðust eigendur þeirra gegn poppkornsáti. Um og eftir kreppuna miklu urðu kvikmyndir hins vegar eina skemmtunin sem alþýðufólk hafði efni á að sækja og framtakssamir popparar seldu ilmandi poppkorn fyrir utan bíóhúsin – eina snarlið sem flestir gátu leyft sér. Eigendur húsanna sáu sér þá leik á borði og tóku söluna yfir sjálfir. Sykurskortur í seinni heimsstyrjöldinni innsiglaði svo endanlega hjónaband  poppkornsins og kvikmyndanna.
Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavik olgerdin@olgerdin.is Kt. 420369 7789 / Vsk nr.11211 Sími: 412 80 00